top of page

Framkvæmdaeftirlit

Byggingaráð tekur að sér framkvæmdaeftirlit í framhaldi af útboði og samningsgerð við verktaka.  Þetta gerir fyrirtækið og byggir á útboðs- og verklýsingum á viðkomandi verki.

 

Framkvæmdaeftirlit inniheldur eftirlit á vinnu allra verktaka sem koma að verkinu og þeim efnum sem þeir nota. Eftirlitið inniheldur einnig að reglulega séu haldnir verkfundir með verktaka og tengilið húsfélags. Byggingaráð gerir skriflega fundargerð þar sem farið er yfir verkstöðu og framgang verks, tímaáætlanir og efnisnotkun, magntökur og reikninga verktaka ásamt aukaverkum ef einhver eru. Eftirlitsmaður sendir síðan fundargerð á verktaka og tengiliði húsfélags eða eigenda.

 

Eftirlitsmaður þarf að samþykkja öll aukaverk áður en farið eru í þau og einnig yfirfara og samþykkja magntökur og reikninga áður en þeir eru greiddir.  Eftirlitsmaður er þar með að vernda hagsmuni verkkaupa og stuðla að vönduðum vinnubrögðum. 

bottom of page