top of page

Ástandsmat og kostnaðaráætlannir.

Byggingaráð ehf gerir ástandsmat og kostnaðaráætlanir sem byggt er á sjónskoðun og uppmælingu á staðnum, teikningum sem aflað er hjá byggingafulltrúa  og þeim upplýsingum sem íbúðareigendur geta greint frá varðandi viðhald og umhirðu undanfarina ára á fasteigninni. 

 

Hafa skal í huga að kostnaðaráætlun er ekki fast ákveðið kostnaðarverð heldur þarf að afla tilboða og getur kostnaður orðið meiri eða minni allt eftir aðstæðum. Stundum getur verið erfitt að gera nákvæma kostnaðaráætlun vegna eðlis verkefnis, s.s. vegna ýmisa atriða sem eru ófyrirséð. Það þýðir að þegar er byrjað að vinna að endurbótum kemur oft í ljós meira en sést hafði áður en farið er í framkvæmd, t.d. eftir háþrýstiþvott eða rifa á einhverju kemur í ljós að skemmdir eru meiri en hægt var að sjá fyrir eða endurnýja þarf meira en upphaflega var gert ráð fyrir. Þá hefur ástand á byggingamarkaði áhrif á verð og framboð.

 

Þá þarf einnig að leita eftir áhezlum húseigenda varðandi umfang og skiptingu verkefnis, t.d. er einungis óskað eftir að fara í hluta af framkvæmdinni eða allt sem tíundað er í ástandsskýrslu. 

Í framhaldi af gerð ástandsmats og kostnaðaráætlana getur Byggingaráð ehf einnig tekið að sér gerð útboðs- og verklýsinga.  

bottom of page