top of page

Við bjóðum fjölþætta þjónustu

Byggingaráð ehf býður upp á fjölþætta þjónustu er varðar viðhald á fasteignum, s.s. ástandsskýrslur, kostnaðaráætlannir, útboðs- og verklýsingar og framkvæmdaeftilit. Þá sjáum við einnig um að bjóða út verkin og yfirfara innsend tilboð frá verktökum og erum ráðgefandi með þau tilboð sem við teljum hagstæðust. Leggjum fram verksamningsform og aðstoðum við verksamninga. 

 

Margir einstaklingar og félög hafa lent í því að verk sem þeir voru að láta framkvæma fóru úr böndum, þ.e. skipulag riðlaðist, tímaáætlanir stóðust ekki, verk voru ekki nógu vel unnin, of mörg aukaverk urðu og kostnaður varð mikið meiri en ráð var fyrir gert í upphafi. Með því að leita til fagmenntaðra tæknimanna aukast líkurnar á því að verkið verði vel unnið, í samræmi við útboðsgögn og á réttum tíma

Áður er ráðist er í viðhaldsframkvæmdir er nauðsynlegt að fá byggingafræðiþjónustu til að gera ástandsskýrslu og kostnaðaráætlun. Þegar þetta liggur fyrir er hægt að meta hvort fara eigi í hluta að allar viðhaldsframkvæmdir sem fram koma í skýrslunni. Þegar sú ákvöðrun liggur fyrir er hægt að láta gera útboðs- og verklýsingar.

Áður en farið er í viðhaldsframkvæmdir er nauðsynlegt að láta gera útboðs- og verklýsingar fyrir verkið. Þetta minnkar líkur á misskilningi og eykur möguleika á vel unnu verki .

Þegar verk hefur verið boðið út og samþykkt er nauðsynlegt að semja við byggingafræðiþjónustu um framkvæmdaeftirlit. Þetta veitir verktakanum aðhald og minnkar likur á misskilning og eykur líkur á vel unnu verki.

bottom of page