top of page

Úpplýsingar og Ráð

Hér til hliðar má sjá upplýsingar og færslur sem við birtum um hin ýmsu málefni er varða byggingaframkvæmdir, viðhald o.fl, auk þess sem við bendum á hinar ýmsu fréttir líðandi stundar. 
 
 

Nokkur dæmi um verkefni sem Byggingaráð hefur unnið við að undanförnu.

Mörg verkefni snúa að viðhaldi á eldra húsnæði, s.s. endurnýja þök og glugga, rennur og niðurföll, sprunguviðgerðir á útveggjum og máling, lagfæringar á gluggum og endurnýja gler.

 

Byggingaráð ehf gerir ástandsmat og kostnaðaráætlanir ásamt útboðgögn fyrir einstaklínga og húsfélög. Við tökum einnig að okkur eftirlit á verkframkvæmdum.

Myglusveppur í húsum og íbúðum.

Víða í húsum og íbúðum er vandamál vegna myglusvepps. Orsakirnar geta verið mismunandi og kenna sumir um of miklum byggingahraða í nýbyggingum en lélegu viðhaldi í eldra húsnæði. Hvort sem er þá þarf ákveðin skilyrði til að myglusveppur geti orðið til og þrifist. Það er raki, hiti og súrefni í byggingahlutum. Oft kemur þetta í byggingahluti sem rakaþétting á sér stað vegna lélegrar loftunar eða ekki er réttur frágangur.

 

Byggingaráð ehf hefur tekið að sér að mæla og greina hvort um myglusvepp er að ræða í íbúðum og í framhaldinu að eyða myglusvepp og drepa myglugró.

 

Síðan þarf að þrífa eða rífa og fjarlægja sýkta byggingarhluta og koma þeim í förgun. Áður en haldið er áfram þarf að greina orsökina fyrir því hvers vegna myglusveppurinn  varð til og lagfæra það sem að er áður en uppbygging getur átt sér stað.

 

Oft er um að ræða leka sem komist hefur í byggingarhluta annaðhvort utanfrá eða t.d. vegna þess að vatnslagnir fara að leka. Stundum er frágangur ekki nógu góður og þá geta verið sprungur utanfrá sem leiða raka inn.

 

Næst þarf síðan að endurbyggja þá byggingarhluta sem voru rifnir og ganga rétt frá þeim.

Nokkur dæmi um verkefni þar sem Byggingaráð ehf hefur haft umsjón og eftirlit.

bottom of page