top of page

Velkomin til Byggingaráðs, erum einnig á Facebook.

 Viðhald fasteigna:

Er komið að viðhaldi á þinni fasteign?  Þarftu að láta ástandsmeta og gera kostnaðaráætlun?

 

Byggingaráð ehf býður upp á fjölbreytta þjónustu er varðar viðhald á fasteignum. Við höfum mikla reynslu í gerð ástandsskýrslna, kostnaðaráætlanna, gerð útboðsgagna, sjá um útboð, framkvæmdaeftirlit og fleira.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir helstu þjónustuþætti sem við bjóðum.

Ástandsmat og kostnaður

Þegar kemur að viðhaldi á fasteignum er nauðsynlegt að húseigendur geti gert sér einhverja grein fyrir umfangi og kostnaði á viðhaldinu. Þess vegna er það góður kostur að fá byggingafræðiþjónustu til að gera ástandsskoðun og ástandsskýrslu ásamt kostnaðaráætlun á framkvæmdum. Byggngaráð ehf getur tekið þetta að sér fyrir húsfélög og einstaklinga.

Útboðsgögn

Áður en ráðist er í viðhaldsframkvæmdir er nauðsynlegt að fá byggingafræðiþjónustu til að útbúa útboðs- og verklýsingar. Slíkt minnkar líkur misskilning milli verkkaupa og verktaka og eykur möguleika á vel unnu verki.

 

Þá er einnig gott að sami aðili sjái um að bjóða verkið út og yfirfari innsend tilboð og sé ráðgefandi með hvaða tilboð er hagstæðast.

Framkvæmdaeftirlit

Áður en að framkvæmdir byrja er nauðsynlegt að semja við fagaðila um eftirlit með framkvæmdum. Þetta eykur líkur á að verkið verði vel unnið og í samræmi við útboðsgögnin og verklýsingar.

Við bjóðum upp á framkvæmdaeftirlit fyrir félög og einstaklinga þar sem við sjáum um eftirliti á viðkomandi framkvæmdum, samskipti við verktaka, halda reglubundna verkfundi og að sinna kostnaðareftirliti.

Samstarfsaðilar:
Byggingaráð ehf hefur samstarf við ýmis öflug fyrirtæki sem koma að þjónustu við fasteignaeigendur, meðal annars eftirfarandi :
Byggingar.is  -  Þjónustusíða um byggingamál.
Eignarekstur ehf Laugaveg 178, 2. hæð 105 Reykjavík. bokhald@eignarekstur.is
Vinnuumhverfissetrið ehf á sviði vinnuverndar og öryggismála ( www.vus.is).
Gluggagerðin ehf. , birgir@gluggagerdin.is
SÞS Trésmíðaverkstæði ehf. Bíldshöfða 14 , sigurgeir2906@gmail.com
Byggingaráð ehf
Sími : 0354 7781197
magnus@byggingarad.is
Skrifstofa að Suðurlandsbraut 22, 2. hæð 108 Reykjavík.
bottom of page